Copy
Birtast myndirnar ekki? Skoða í vafra
5. júní 2015

Fréttabréf Samáls

Kjarni álsins


Fréttabréf Samáls, samtaka álframleiðenda, kemur nú út í þriðja skipti. Tilgangurinn með þessari útgáfu er að stuðla að upplýstri umræðu um áliðnað á Íslandi. Umsjón hefur Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera á þessum póstlista getur þú afskráð þig hér.
 

Tjald atvinnulífsins rís í Vatnsmýrinni

 

Dagana 11. til 13. júní flytur Hús atvinnulífsins í Vatnsmýrina og reisir Tjald atvinnulífsins. Þar verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá um nauðsyn öflugs atvinnulífs til að fólk fái notið góðra lífskjara. Allir eru velkomnir, en uppátækið er liður í Fundi fólksins, þriggja daga hátíð í Norræna húsinu og næsta nágrenni.

Dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins birtist á næstunni og má fræðast um hana á facebook. Að henni standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Frumtök, Samtök álframleiðenda og Litla Ísland.

Heildarframlag álklasans 6,8% af landsframleiðslu árið 2012 og tæp 9% ef horft er til eftirspurnaráhrifa


Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar sem unnin var fyrir Samál.

Fram kemur að álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæki og hafa ný fyrirtæki sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Þannig hefur myndast álklasi, hópur efnahagslega tengdra fyrirtækja sem eru samkeppnishæfari en ef klasans nyti ekki við.

Lauslegt mat á heildarframlagi álklasans, þ.e. beint og óbeint framlag að viðbættum eftirspurnaráhrifum, sýnir að það hafi verið ríflega 5% árið 2007, en vaxið í rúm 10% á árunum 2010 og 2011 og verið tæp 9% árið 2012. Hér má nálgast skýrslu Hagfræðistofnunar.

Nýr verðlaunagripur í Söngkeppni framhaldsskólanna


Nýr og veglegur verðlaunagripur leit dagsins ljós í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl en hráefnið var gosdósir úr áli sem tíndar voru á göngum skólanna. Samál kostaði gerð gripsins sem hannaður var af Garðari Eyjólfssyni og smíðaður í Málmsteypunni Hellu. Saga Film vann skemmtilegt myndskeið um gerð verðlaunagripsins og má sjá það hér. Þar er undirstrikað að einn helsti kostur áls er að það má endurvinna nær endalaust, enda fara um 90% af öllum gosdósum hér á landi til endurvinnslu.   
 

Af skotspónum

  

Indriði H. Þorláksson hagfræðingur sparar ekki stóru orðin í nýlegri grein á vefmiðlinum Herðubreið. Hann kallar það „veruleikafirringu stjórnvalda“ og „virðingarleysi fyrir rökum og staðreyndum“ að frekari virkjanir séu forsenda þess að bæta megi kjör almennings. Þar gefur hann lítið fyrir að hér á landi er eitt öflugasta raforkukerfi í heiminum, afhendingaröryggi með því besta sem þekkist, verð til almennings eitt það lægsta - sem er eitt form arðgreiðslu og að þrátt fyrir lágan aldur virkjana er arðsemin þegar orðin veruleg fyrir þjóðarbúskapinn.

Arður af orkuauðlindinni
Sú staðhæfing Indriða stenst engan veginn að Landsvirkjun „skili litlu ef nokkru meira en fjármagnskostnaði“. Ekki þarf annað en að líta til síðasta ársfundar Landsvirkjunar til að átta sig á þessu.  

Þar kom fram að fyrirtækið hefði á síðustu 5 árum greitt niður skuldir um rúma 80 milljarða, en á sama tíma fjárfest í orkumannvirkjum fyrir rúma 60 milljarða sem mun auka arðsemi fyrirtækisins enn frekar til framtíðar. Eiginfjárhlutfallið hækkar stöðugt og er komið í 39,9% þrátt fyrir að örfá ár séu síðan fyrirtækið réðst í sína stærstu fjárfestingu, Kárahnjúkavirkjun.

Þá kynnti fjármálaráðherra á ársfundinum áform um að Landsvirkjun greiddi 10 til 20 milljarða á ári í orkuauðlindasjóð. Fram kom hjá forstjóra Landsvirkjunar að þetta væri raunhæft innan fárra ára og myndi þó ekki bitna á fjárfestingargetu fyrirtækisins.

 

Verðmætasköpun stóriðju
Það stenst heldur enga skoðun að eina hlutdeild landsins í þeim verðmætum sem stóriðjan skapar séu laun og launatengd gjöld upp á 17 milljarða, eins og Indriði heldur fram. Víst er mikilvægt að það komi fram að laun í áliðnaði eru hærri en tíðkast um sambærileg störf á almennum vinnumarkaði. Og störfin eru ekki 1.500, heldur vinna auk þeirra 600 starfsmenn verktaka á álverssvæðunum og alls eru bein og óbein störf um 5 þúsund, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2012. Er þá ekki horft til eftirspurnaráhrifa.


Indriði skautar síðan framhjá því að íslensk álver kaupa vörur og þjónustu fyrir tugi milljarða á ári hverju – og er þá raforka undanskilin. Yfir 700 fyrirtæki hér á landi njóta góðs af því. Í fyrra nam þessi kostnaður álveranna um 24 milljörðum krónur. Álverin greiða milljarða í skatta og gjöld. Öfugt við það sem haldið hefur verið fram hafa Norðurál og Rio Tinto Alcan verið meðal allra hæstu greiðenda tekjuskatts hér á landi og Alcoa bætist brátt í þann hóp.

Þegar allt er talið féllu í fyrra um 80 milljarðar af kostnaði álveranna til hér á Íslandi. Það munar um minna.

 

Share
Tweet
Forward
Copyright © 2015 Samál - Samtök álframleiðenda á Íslandi, All rights reserved.


unsubscribe from this list    update subscription preferences 

Email Marketing Powered by Mailchimp