Copy
Landvernd - Skólar á grænni grein - nr. 1, 2016
Skoða í nýjum glugga

Sumarfréttabréf Skóla á grænni grein

Þá er skólaárinu að ljúka og ekki seinna vænna að senda sumarfréttabréf eftir viðburðaríkan vetur. Það hefur verið afskaplega gaman að vinna með ykkur að breytingunum sem kynntar voru á landshlutafundunum s.l. haust og hefur þeim verið mjög vel tekið. Fjöldi úttekta og afhendinga fór að vanda fram í vetur og voru sérstaklega margir í úttekt nú í vor, en yfir þrjátíu skólar fengu Grænfánann afhentan! Þar á meðal var Fossvogsskóli sem fékk Grænfánann afhentan í áttunda sinn, fyrstur grunnskóla hér á landi, en hann hefur verið með í verkefninu frá upphafi, eða frá árinu 2001. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn! 

Megið þið eiga dásamlegt sumarfrí og við hlökkum til að vinna með ykkur í Grænfánanum á komandi vetri!

Nýtt umhverfismat
Nýtt umhverfismat fyrir hvert þema í verkefninu er smátt og smátt að líta dagsins ljós en matið var unnið með hjálp kennara á landshlutafundunum s.l. haust. Nú þegar er umhverfismat fyrir níu af tólf þemum tilbúið og má hlaða þeim niður á þessari síðu. Fengist hefur styrkur frá Sprotasjóði til að ljúka við matið og prufukeyra þau í samvinnu við þrjá Grænfánaskóla, þ.e. leikskólann Hof, Laugarnesskóla og Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. 
Mannabreytingar
Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, fer í leyfi á komandi vetri, en hún hefur verið starfsmaður Landverndar frá árinu 2013. Við starfi hennar tekur Caitlin Wilson, sem starfað hefur við verkefnið frá árinu 2015. Nýr starfsmaður við verkefnið verður jafnframt kynntur til leiks í haust. 
Nýtt fólk í stýrihóp Skóla á grænni grein
Stýrihópur Skóla á grænni græn fundaði ásamt starfsmönnum verkefnisins í síðustu viku. Farið var yfir þróun verkefnisins s.l. ár og þær breytingar sem verið er að taka í gagnið. Líflegar umræður spunnust um verkefnið, þróun þess og hlutverk stýrihópsins. Stýrihópurinn er sérfræðingateymi sem er starfsmönnum Skóla á grænni grein innan handar. Í því sitja fulltrúar frá öllum skólastigum, ýmsum stofnunum auk fulltrúa frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þrír nýir aðilar hafa nú tekið sæti í stýrihópnum og sátu sinn fyrsta fund í síðustu viku, það eru þær Aníta Ólöf Jónsdóttir framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Anna Gína Aagestad, leikskólakennari á leikskólanum Álfheimum og Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 
Ráðstefna í haust
Næsta haust verður haldin ráðstefna á höfuðborgarsvæðinu á vegum Skóla á grænni grein. Á dagskrá verður að fara yfir helstu áskoranir sem skólar í verkefninu standa frammi fyrir, ekki síst þeir sem lengra eru komnir. Ráðstefnan verður kynnt nánar með haustinu. Endanleg dagsetning er ekki ljós en líklega verður hún í nóvember, við vonum að sem flestir skólar sjái sér fært að senda fulltrúa á ráðstefnuna!
Við óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til samstarfsins með ykkur í framtíðinni!

Með kveðju, 
starfsfólk Landverndar
© Landvernd, Skólar á grænni grein, 2016

Skólar á grænni grein
Landvernd
Þórunnartún 6
105 Reykjavík

www.graenfaninn.landvernd.is      www.ecoschools.global


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landvernd · Thorunnartun 6 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by MailChimp